22/12/2024

Breytingar á vefnum

Ritstjórinn að störfumÍ gær var vefnum strandir.is breytt lítillega í ljósi reynslunnar fyrstu dagana. Ekki eru lengur tenglar inn á Gamlar fréttir og Vinsælt neðst á síðunni, enda kom í ljós að þeir fídusar virkuðu ekki sem skyldi. Í staðinn er kominn tengill inn á Eldri fréttir hér til vinstri og á þeirri síðu sem þá kemur upp getur maður flett upp eldri fréttum eftir mánuðum. Undir þeim flokki eru nú 66 fréttir sem skrifaðar voru í desember 2004, áður en vefurinn opnaði formlega þann 20. des. Nýrri fréttir eru enn undir liðnum Fréttir.

Til að sjá vinsældir einstakra greina á vefnum geta menn farið í þáttinn Efnisflokkar og þaðan inn í þann efnisflokk sem þá langar til að skoða. Þar er hægt að velja um birtingu, en sjálfvalið er að nýjasta efnið sé fremst í röðinni. Þar er líka hægt að stilla á annað form, t.d. Oftast skoðað til að sjá þær greinar sem oftast hefur verið farið inn á. Rétt er að minna á að stuttar greinar sem ekki er hægt að opna sérstaklega með takkanum Meira á meðan þær eru á forsíðu, standa býsna halloka í þeim samanburði. Fréttir sem búið er að færa í Eldri fréttir birtast heldur ekki undir liðnum Efnisflokkar.

Eins er rétt að minna menn á að greinar í einstökum flokkum eins og Aðsendar greinar og Afmæli og tímamót, birtast ekki á forsíðu. Loks má minna á linkinn Leit á vefnum hér til vinstri, en með honum geta menn framkvæmt orðaleit í öllum þáttum vefjarins.