04/11/2024

Brellurnar hjóla Vestfjarðahringinn

Á visir.is er sagt frá því að Brellurnar munu í dag leggja af stað til að hjóla Vestfjarðahringinn sem er um 640 kílómetrar. Þær koma á Strandir um Arnkötludal þann 7. júní samkvæmt áætlun. Brellurnar er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið Patreksfjörð. Félagsskapinn skipa þær Björg Sæmundsdóttir, Elín Kristín Einarsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir og Sædís Eiríksdóttir sem mun keyra bílinn og leysa af að hjóla. Tilgangur ferðarinnar er að safna áheitum fyrir Fríðu Eyrúnu Sæmundsdóttur, Patreksfirði. Fríða er 37 ára og er nýorðin lögblind.

Aðbúnaður og breytingar sem snúa að heimilinu og kaup á tölvu sem styður forrit eins og talgervil eru meðal annars hlutir sem munu bæta lífsgæði Fríðu til muna.

Áheitunum verður safnað þannig að fólk verður beðið um að heita einhverri vissri upphæð á hvern kílómetra. Vilji fólk styðja framtak Brellnanna er hægt að leggja inn á söfnunarreikning: 153-05-23 Kt:100674-3199.

Verndarar söfnunarinnar eru Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar og Halla Dís Hallfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur við á St. Fransciskusspítala í Stykkishólmi og einn trúnaðarmanna Blindrafélagsins en Halla er einnig lögblind.

Hægt er að fræðast nánar um þetta ágæta framtak á Facebook-síðu hópsins