30/10/2024

Breikkun á vegum og malbiki

Samkvæmt endanlegri gerð af Samgönguáætlun 2005-8 með breytingartillögum meirihluta samgöngunefndar verður sett fjármagn í að breikka slitlag og vegi hér á Ströndum. Er það undir flokkinum Almenn verkefni. Kemur þar fram að næstu fjögur ár á að leggja kapp á að breikka vegi og slitlag á Djúpvegi (Brú-Bolungarvík) og eru töluverðar fjárhæðir settar í verkefnið eða samtals 198 milljónir. Árið 2005 fara að vísu aðeins 17 milljónir til verksins, en árið eftir 54 milljónir, árið 2007 eru settar 69 milljónir til verksins og 58 milljónir síðasta ár áætluninnar. Töluverður hluti af þessari upphæð hlýtur að lenda á Ströndum, þó ekki komi fram um hvaða hluta Djúpvegar sé að ræða.


Eins og áður hefur komið fram er áætlað fjármagn til vegar um Arnkötludal á síðasta ári Samgönguáætlunar 2005-8, er þar um að ræða 103 milljónir.