22/12/2024

Borgarafundur á Hólmavík

Frá HólmavíkFéttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur haft af því spurnir að í kvöld, þriðjudaginn 8. mars kl. 20:00, verði haldinn borgarafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík fyrir íbúa Hólmavíkurhrepps. Þar á að fara yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu, auk þess sem íbúar geta borið fram fyrirspurnir. Dreifimiði þar sem þetta er auglýst hefur verið borinn í hús á Hólmavík og berst væntanlega með pósti til íbúa hreppsins í sveitunum í dag.