22/11/2024

Bólusetning gegn inflúensu

Í fréttabréfi frá Heilbrigðisstofnuninni Hólmavík kemur fram að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á Heilsugæslustöðinni á Hólmavík fimmtudaginn 16. október. Mælt er að með allir 60 ára og eldri og allir sem þjást af langvinnum eða illkynja sjúkdómum láti bólusetja sig. Árlegur faraldur af völdum inflúensu hefst oftast í desember eða janúar og tekur 2-3 mánuði að ganga yfir. Inflúensa er veirusýking sem einkennist af háum hita, þurrum hósta, særindum í hálsi, höfuðverk, beinverkjum og nefrennsli.

Bólusetningar á Heilsugæslustöðinni á Hólmavík

16/10 fimmtudagur: kl. 11-12 og 13-16
17/10 föstudagur: kl. 11-12
20/10 mánudagur: kl. 13-16
21/10 þriðjudagur: kl. 13-16
22/10 miðvikudagur: kl. 13-16

Á Drangsnesi

16/10 fimmtudagur kl. 13-16, tímapantanir

Í Árneshreppi

23/10 fimmtudagur kl. 13-16, tímapantanir