22/12/2024

Bókasafnið opið á þriðjudagskvöld

Samkvæmt tilkynningu frá Héraðsbókasafni Strandasýslu verður opið þessa vikuna frá 20:00-21:00 þriðjudagskvöldið 24. nóvember, en ekki fimmtudagskvöldið eins og venjulega. Ekki verður heldur opið á föstudags- og mánudagsmorgun, en aðra skóladaga er opið frá 8:40-12:00. Jólabókunum er farið að fjölga töluvert á bókasafninu og geta allir sem gerast meðlimir fengið nýjar og gamlar bækur að láni gegn hóflegu árgjaldi.