14/10/2024

Bókasafnið lokað annað kvöld

Héraðsbókasafn Strandasýslu verður lokað annað kvöld, fimmtudaginn 29. júní, en venjan er að opið sé á fimmtudagskvöldum frá 20-21. Ástæðan er sú að þá verða Hamingjudagar á Hólmavík komnir í fullan gang, en hátíðin hefst á morgun með kassabílasmiðju, ratleik og annað kvöld verður síðan spurningakeppni milli Borgfirðinga, Húnvetninga, Strandamanna og Dalamanna í Félagsheimilinu á Hólmavík. Bókasafnið verður opið aftur næsta fimmtudag.