27/12/2024

Bókakvöld á Galdrasafninu á laugardagskvöld

Á laugardagskvöld verður kynning á þeim bókum sem Strandagaldur hefur gefið út undanfarið þar sem verður lesið upp úr þeim og þær kynntar. Höfundar bókanna, sagnfræðingarnir Már Jónsson sem tók saman ritið Galdrar og siðferði í Strandasýslu á síðari hluta 17. aldar og Magnús Rafnsson sem tók saman Tvær galdraskræður, koma fram og spjalla um ritin. Aðgangur er ókeypis og uppákoman hefst á Galdraloftinu kl. 20:30.