22/11/2024

Bók á ensku um íslensk staðanöfn

Nýverið kom út bók á ensku um staðanöfn á Íslandi, merkingu þeirra og uppruna, og heitir bókin Icelandic Place Names. Bókin er skrifuð af Strandamönnunum Magnúsi Rafnssyni, Arnlínu Óladóttur og Hrönn Magnúsdóttur á Bakka í Bjarnarfirði. Hún er gefin út af Þemaferðum – www.theme-travel.is. Bókin er kjörin gjafavara til vina erlendis og hentar ferðamönnum vel. Íslensk staðanöfn eru nefnilega oft gegnsæ og auðskilin þeim sem kunna íslensku, þótt útlendingum sýnist þau vera fullkomið bull þegar þeir lesa á landakortið. Um 400 staðanöfn eru útskýrð í bókinni, bæði algeng og sjaldgæf.

Bókin fæst keypt í bókabúðum og minjagripaverslunum, m.a. á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík. Einnig má kaupa hana á vefnum í vefverslun Strandagaldurs undir þessum tengli.