22/12/2024

Bloggsíða til stuðnings uppbyggingar á Finnbogastöðum

Flaggað við brunarústirnarFélag Árneshreppsbúa hefur opnað bloggsíðu til stuðnings uppbyggingu á Finnbogastöðum í Trékyllisvík eftir brunann þar síðastliðinn mánudag. Þá brann íbúðarhúsið þar til kaldra kola. Það er enginn uppgjafartónn í Guðmundi Þorsteinssyni og hans fólki og nýtt hús skal rísa fyrir veturinn. Á myndinni, sem tekin er af síðunni, blaktir íslenski fáninn tignarlega við Finnbogastaði á þjóðhátíðardaginn. Enn rauk úr rústum íbúðarhússins en fáninn var til merkis um að endurreisnin á Finnbogastöðum er hafin. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum í Trékyllisvík eru rústir einar eftir brunann og tjón Guðmundar Þorsteinssonar bónda er gífurlegt.

Félag Árneshreppsbúa hefur hrundið af stað söfnun honum til stuðnings. Takmarkið er einfalt: Nýtt hús á Finnbogastöðum fyrir veturinn.

Reikningsnúmer söfnunarinnar er 1161-26-001050 og kennitala reikningsins er 4510892509.

Slóðin inn á síðuna til stuðnings uppbyggingarinnar á Finnbogastöðum er www.trekyllisvik.blog.is.