13/09/2024

Björk málar hamingjumyndir

Hólmvíkingurinn Björk Jóhannsdóttir í Borgarnesi er í hópi þeirra sem eiga málverk á málverkasýningu Hamingjudaganna í Grunnskólanum á Hólmavík 1.-3. júlí næstkomandi. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is náði þessari mynd af Björk á dögunum á vinnustofu hennar, þar sem hún var að undirbúa sýninguna. Björk kvaðst vera að vinna með 8 stórar hamingjumyndir og nokkrar smærri. Myndirnar eru málaðar með akrýlmálningu á striga og eru allar til sölu.

Björk Jóhannsdóttir, nýbyrjuð á stórri hamingjumynd.