30/10/2024

Björgunarsveit við æfingar

Þegar tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is var að væflast um á Hólmavík í gær rak hann augun í björgunarsveitar-menn frá Björgunarsveitinni Dagrenningu sem voru að leggja upp í æfingu á slöngubáti. Stuttu síðar rakst hann svo á sömu menn í fjörunni á Kirkjubóli og höfðu þeir þá siglt á Drangsnes í millitíðinni. Æfingarferðir og þjálfun eins og þessi er afar mikilvæg fyrir björgunarsveitarmenn, því þekking og kunnátta á þeim tækjum sem notuð eru við björgunarstörf getur vissulega skipt sköpum við erfiðar aðstæður.

Siggi Þór, Siggi Villa og Pétur Matthíasson á björgunarbátnum – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir