Búið er að bjóða út vegagerð um Bjarnarfjarðarháls, alls um 7,35 km leið frá vegamótum utan við Hálsgötugil við Steingrímsfjörð að Svanshóli í Bjarnarfirði. Þar á að endurleggja Strandaveg (643). Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2017. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgarbraut 66 Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 27. júlí 2015. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 11. ágúst 2015 og verða þau opnuð sama dag. Vegurinn verður 7 metra breiður með bundnu slitlagi og jafnframt stendur til að byggja nýja tvíbreiða brú á Bjarnarfjarðará. Hér má nálgast kynningu á framkvæmdinni.
Helstu magntölur eru:
Skering 150.000 m3
– þar af í berg 60.000 m3
Fylling, farg meðtalið 163.000 m3
Neðra burðarlag 29.200 m3
Efra burðarlag 11.900 m3
Tvöföld klæðing 52.700 m2
Frágangur á fláum 161.000 m2
Á Bjarnarfjarðarhálsi – ljósm. Jón Jónsson