09/01/2025

Bingó á miðvikudagskvöld

Stórbingó verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík á miðvikudagskvöldið 19. mars kl. 20:00. Það eru Danmerkurfarar í 8. og 9. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík sem standa fyrir bingóinu og er það liður í fjáröflun fyrir ferðina. Fjöldi glæsilegra vinninga sem fyrirtæki hafa gefið í styrki er í boði. Verð á bingóið er kr. 1.000.- og er þá innifalið bingóspjald og veitingar. Síðan er hægt að kaupa fleiri spjöld á staðnum, eins og vera ber á bingói.