29/05/2024

Bingó á Hólmavík

Eins og alþjóð veit og við Strandamenn líka er sumardagurinn fyrsti á morgun, fimmtudaginn 23. apríl. Í tilefni dagsins verður haldið bingó í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst það kl. 14:00. Það er Félag eldri borgara á Ströndum sem stendur fyrir gleðinni. Frábærir vinningar eru í boði samkvæmt fréttatilkynningu, en aðgangseyrir er kr. 1200 fyrir 12 ára og eldri. Er þá bingóspjald, kaffi og kökur innifalið. Einnig verða seldir lukkupakkar á staðnum.