23/12/2024

Bingó á Hólmavík

Bingó á HólmavíkUm síðustu helgi var haldið bingó á Hólmavík og var það Félag eldri borgara sem stóð fyrir því. Félagið er að safna í ferðasjóð en framundan er hringferð um landið. Það var fjölmenni á bingóinu sem Siggi Villa og Ási á Hnitbjörgum stjórnuðu af miklum skörungsskap. Fjölmargir vinningar voru í boði, meðal annars dýrindis lambalæri, fínt í sunnudagsmatinn. Konurnar seldu lukkupakka og buðu upp á indælis kaffi og með því. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og smellti af nokkrum myndum.

Bingó á Hólmavík

frettamyndir/2008/580-bingo1.jpg

Bingó á Hólmavík – ljósm. Ásdís Jónsdóttir