23/12/2024

Bílveltur á Holtavörðuheiði

Bíllinn utan vegarTvær bílveltur urðu á Holtavörðuheiði eftir hádegið í dag og fóru báðir bílarnir nokkrar veltur. Fjórir voru í smárútunni og sakaði þá ekki. Tvær konur voru í jepplingnum og kenndu þær báðar eymsla í baki og hálsi og voru fluttar með sjúkrabíl til aðhlynningar á Hvammstanga. Mikil hálka myndaðist á Holtavörðuheiði er fór að líða á daginn. Báðir bílarnir voru á sumardekkjum. Viljum við hjá vefnum strandir.saudfjarsetur.is minna fólk á að fara varlega þó sól sé farin að hækka á lofti, sérstaklega þar sem aðstæður eru slæmar.

Ljósm. Sveinn Karlsson