22/12/2024

Bílvelta á Holtavörðuheiði

Bílvelta varð efst á Holtavörðuheiði seinnipartinn í gær. Óhappið varð skammt frá ristarhliðinu og hafnaði bíllinn á hvolfi. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn er mjög illa farinn. Ekki var um hálku að ræða þegar óhappið varð.

Akið varlega! – ljósm. Sveinn Karlsson