22/12/2024

Bilun hjá hýsingaraðila

Veruleg bilun hefur orðið hjá hýsingaraðila vefjarins strandir.saudfjarsetur.is og óljóst hvernig gengur með viðgerðir. Öll netföng sem enda á @strandir.saudfjarsetur.is eru líka óvirk og póstur sem sendur er á þau kemst ekki til skila. Þetta er annað verulega áfallið sem vefurinn verður fyrir, um páskana var hann úti í vikutíma vegna bilunar á hörðum diski hjá hýsingaraðila. Ritstjórn mun funda í framhaldi af þessum skakkaföllum og ræða framtíð vefjarins.