23/12/2024

Bíl ekið á stein við afgreiðslu N1 á Hólmavík

Í frétt lögreglunnar á Vestfjörðum um verkefni í síðustu viku kemur fram að talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Tvö umferðaróhöpp urðu í vikunni, annað 29. des þegar bifreið var ekið á stein við afgreiðslu N1 á Hólmavík og urðu skemmdir á bílnum. Þá var ekið utan í bíl sem stóð við Skipagötu á Ísafirði, en ekki er vitað um tjónvald. Tveir voru stöðvaðir og kærðir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, annar á Hnífsdalsvegi og hinn við Hólmavík.

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu og eru málin í rannsókn. Áramótin fóru að mestu vel fram, en talsverð ölvun var á fólki og útköll í heimahús. Þá var síðasta helgi erilsöm hjá lögreglu, ölvun talsverð og ágreiningur og pústrar milli manna og yfirleitt voru málin afgreidd á vettvangi.