22/12/2024

Bikarkeppni HSS á laugardag

Seinni umferð Bikarkeppni HSS í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 13. ágúst og leikið verður á Drangsnesi. Mótið hefst kl. 13:00. Samkvæmt fréttatilkynningu frá framkvæmdastjóra HSS fer skráning fram hjá forráðamanni hvers félags og þurfa nöfn sem flestra leikmanna að fylgja skráningunni. Forráðamenn félaganna koma þeim upplýsingum síðan áfram til framkvæmdastjórans Þorvaldar Hermannssonar (Tóta) í totilubbi@hotmail.com eða síma 451-3370, í síðasta lagi á föstudagskvöld. 

Forsvarsmenn félaganna hafa eftirfarandi netföng og síma:

Umf. Harpa                       eddibo@visir.is
Umf. Hvöt                         vsop@snerpa.is
Umf. Geislinn                    451-3294/692-3334 (Kolli)
Umf.  Neisti                       logi@snerpa.is
Sundfélagið Grettir           arniodda@simnet.is
Umf. L.H.                          hills@mmedia.is