23/12/2024

Bergrún Íris opnar myndlistasýningu

Bergrún Íris SævarsdóttirLaugardaginn 19. júlí opnar Bergrún Íris Sævarsdóttir sýningu á málverkum sínum á Hótel Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Bergrún á ættir sínar að rekja til Vestfjarða, til dæmis á Gjögur við mynni Reykjarfjarðar. Verkin á sýningunni eru flest máluð á þessu ári og eru ýmist í ljósmyndaraunsæjum stíl eða óhlutbundin og draumkennd. Bergrún er á síðasta ári í listfræði við Háskóla Íslands og stefnir á háskólanám í myndlist í framtíðinni. Sýningin, sem er önnur einkasýning Bergrúnar, opnar kl. 13.00 þann 19. júlí og stendur til loka ágúst.

Nóg er um að vera á Hótel Djúpavík í sumar. Þann 20. júlí, 3. og 17. ágúst verða kaffihlaðborð á hótelinu og 15.-17. ágúst eru Djúpavíkurdagar en þá heldur hljómsveitin Hraun tónleika. Nánari upplýsingar um hótelið og dagskrá sumarsins má finna á www.djupavik.is.

 bottom

Án titils

frettamyndir/2008/400-listsyning-djupa2.jpg

Steinn Steinarr