14/10/2024

Bella heiðruð fyrir afreksstörf

Um helgina var haldin alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands en á sýningunni voru m.a. heiðraðir hundar sem hafa unnið merkileg afrek í þágu mannsins. Annar hundanna sem fékk viðurkenningu var Íslands – Ísafoldar Bella Fortuna, en hún er í eigu Strandamannsins Höskuldar B. Erlingssonar lögregluvarðstjóra á Blönduósi. Bella sem er fullþjálfaður fíkniefnaleitarhundur og einnig með A-gráðu sem snjóflóðaleitarhundur fékk viðurkenninguna þjónustuhundur ársins, en hún hefur um árabil unnið vasklega að fíkniefnaleit á Norðurlandi vestra, ásamt því að taka þátt í forvarnarstarfi með eiganda sínum og almennum björgunar- og leitarstörfum.


Höskuldur er Strandamaður ættaður frá Drangsnesi og var lögreglumaður á Ströndum um níu ára skeið.

Mynd: http://notendur.snerpa.is/reki/