23/12/2024

Beinbrot í mótorhjólaslysinu

Það var í fréttum um liðna helgi að mótorhjólamaður missti stjórn á hjóli sínu um miðjan dag þann 10. júní sl. Í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að slysið varð á Drangsnesvegi og rann hjólið til á malarvegi og hafnaði utan vegar. Sjúkralið og lögregla fóru á vettvang frá Hólmavík og var maðurinn fluttur til Hólmavíkur og þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann fékk frekari aðhlynningu. Maðurinn var beinbrotinn, en ekki lífshættulega slasaður. Aðstæður á malarvegum á Ströndum eru víðast þannig að sýna þarf mikla aðgát við akstur.