22/12/2024

Bangsadagur á Héraðsbókasafninu

Bangsadagur verður haldinn á Héraðsbókasafni Strandasýslu í dag kl. 18:00 og eru allir hvattir til að mæta með bangsana sína. Boðið verður upp á dýrindis bangsaköku og lesin bangsasaga fyrir börnin. Bangsadagurinn er alþjóðlegt verkefni bókasafna sem hefur lukkast með miklum ágætum og er haldinn hátíðlegur um alla Skandinavíu frá árinu 1998. Bangsar eru söguhetjur margra barnabóka, auk þess að vera eitt vinsælasta leikfang allra tíma, tákn öryggis og vellíðunar.