22/12/2024

Ball um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík

Nú líður að verslunarmannahelgi og þá fara menn að huga að því hvar komast má á almennilegt sveitaball. Oft hefur verið þörf að dusta rykið af dansskónum, en nú er það beinlínis nauðsynlegt, því hið árlega verslunarmannahelgarball í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík verður haldið laugardaginn 4. ágúst. Það er hljómsveit Gunnars Tryggvasonar, Danssveitin Cantabile, sem mun sjá um fjörið, en Gunnar er einmitt sá sem kom Árneshreppsbúum á kortið í tónlistarbransanum með disknum Strandamenn í stuði. Á dansleikinn í Trékyllisvík er 16 ára aldurstakmark.