22/12/2024

Bætur til skel- og innfjarðarækjubáta

Á dögunum gaf Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra út þrjár reglugerðir er lúta að fiskveiðum á fiskveiðiárinu 2006-2007. Ein þeirra fjallar um sérstaka úthlutun til báta sem orðið hafa fyrir skerðingum á veiðiheimildum í hörpudiski og innfjarðarækju. Þar kemur fram að bætur til þessara báta verða óbreyttar í þorskígildum reiknað á næsta fiskveiðiári, að öðru leyti en því að rækju- og skelbátar í Arnarfirði fá nú bætur vegna verulegs samdráttar í rækjuveiðum á síðasta ári. Þetta er í samræmi við þær reglur sem gilt hafa þar um.

Af þessu leiðir að bætur til einstakra skel- og innfjarðarækjubáta lækka ekki á næsta fiskveiðiári, frá því sem þær eru nú, en að óbreyttu hefði orðið lækkun á bótum til þessara skipa.