30/10/2024

Bændahátíðin þann 29. okt

Árleg Bændahátíð Sauðfjárseturs á Ströndum verður haldin laugardaginn 29. október næstkomandi (um næstu helgi) í félagsheimilinu Sævangi, ef ekkert óvænt kemur upp á. Allir Standamenn, nágrannar þeirra og vildarvinir eru velkomnir á hátíðina, en skrá þarf þátttöku fyrirfram í síma 451-3474 (Ester). Dagskrá á Bændahátíðinni verður með hefðbundnu sniði, menn snæða lambasteik, hlusta á ræðumann kvöldins, horfa á skemmtiatriði og síðan er dansiball á eftir. Gert hefur verið heiðursmannasamkomulag við veðurguðina um að vera til friðs um helgina þannig að menn komist úr öllum nálægum sveitum á hátíðina.