30/10/2024

Bændahátíð undirbúin

Ákveðið hefur verið að árleg Bændahátíð Sauðfjárseturs á Ströndum verði ekki haldin fyrr en í seinni hluta október þetta árið. Síðustu ár hefur hátíðin verið haldin fyrstu eða aðra helgi í september, en báðar hafa reynst erfiðar fyrir hluta bændafólks vegna anna við smalamennskur. Því er nú ákveðið að gera tilraun með að halda Bændahátíðina nokkru seinna á árinu en áður og vonast til að það takist áður en veður gerast válynd. Leikfélag Hólmavíkur mun sjá um skemmtiatriðin að venju.