30/10/2024

Bæklingur um inflúensu A (H1N1)

Eins og kunnugt er hefur sú alþjóðlega stofnun sem hefur heilbrigðismál á sinni könnu lýst því yfir að heimsfaraldur inflúensu sé hafinn (sjötta og hæsta stig) vegna inflúensu A (H1N1). Viðbúnaður hér á landi beinist meðal annars að því að vekja almenning til vitundar um slíkan faraldur og hvernig megi varast smit. Gerður hefur verið bæklingur um þetta efni sem hægt er að skoða á netinu á þessari slóð, og er fólki sem starfar í ferðaþjónustu sérstaklega bent á að skoða hann. 

Hægt að nálgast frekari upplýsingar um inflúensuna á sameiginlegum vef almannavarnadeildarinnar og sóttvarnalæknis www.influensa.is. Þar eru almennar upplýsingar um inflúensuna og varnir gegn henni:
http://www.influensa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3391.