30/10/2024

Bæklingarnir í dreifingu fyrir helgi

Þær upplýsingar hafa borist frá sveitarstjóra Hólmavíkurhrepps að kynningar-bæklingurinn sem sameiningarnefndin vegna kosninganna um sameiningu fjögurra nyrstu sveitarfélaga á Ströndum hefur tekið saman, verði ekki tilbúinn fyrr en miðvikudaginn 21. september og fer þá strax í dreifingu. Það er H-prent á Ísafirði sem sér um prentunina. Það fór meiri tími í hönnun og uppsetninguna hjá þeim aðila sem sá um þann hluta sem orsakar það að bæklingur er seinna á ferðinni en áætlað var. Hvað sem því líður þá ættu íbúar í sveitarfélögunum fjórum að vera búin að fá bæklinginn í hendurnar um næstu helgi. Kosningin fer fram þann 8. október en kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi tímum og stöðum:

Broddaneshreppur – þriðjudaginn 27. september kl. 20:00 í grunnskólanum.
Árneshreppur – fimmtudaginn 29. september kl. 20:00 í félagsheimilinu Árnesi.
Hólmavíkurhreppur – þriðjudaginn 4. október kl. 20:00 í félagsheimilinu á Hólmavík.
Kaldrananeshreppur – fimmtudaginn 6. október kl. 20:00 í félagsheimilinu á Drangsnesi.