22/12/2024

Bæjarhreppur skorar á stjórnvöld að fresta þjóðlendumálum

Í HvalsárréttÁ fundi sínum í síðustu viku samþykkti hreppsnefnda Bæjarhrepps bókun sem snýr að þjóðlendumálum þar sem skorað er á stjórnvöld að fresta aðgerðum vegna þeirra.  Vísað er í fundargerðar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2008 en þar voru kynnt næstu skref Óbyggðarnefndar. Ályktun Bæjarhrepps er svohljóðandi: "Hreppsnefnd Bæjarhrepps tekur sérstaklega undir 26. lið fundargerðarinnar er snýr að þjóðlendumálum. Kostnaður vegna þeirrar vinnu er verulega íþyngjandi fyrir mörg sveitarfélög í landinu. Því skorar hreppsnefnd Bæjarhrepps á stjórnvöld að fresta aðgerðum í þjóðlendumálum á meðan efnahagsástand í þjóðfélaginu er eins og raun ber vitni."