Þessa dagana þurfa Strandamenn ekki að fara langt til að komast á sólarströnd. Einmuna blíða hefur verið á Borðeyri við Hrútafjörð síðustu daga, sunnan hnjúkaþeyr og dettur svo í logn á milli. Í dag hefur verið tæplega tuttugu stiga hiti með glampandi sól. Þetta hafa bæði heimamenn og gestir Borðeyringa kunnað að meta og hafa sumir skellt sér í sjóbað á ströndinni við Borðeyrina. Fjaran er nú hrein og fín og aðstaða til sjóbaða því hin besta. Öllum klóaklögnum í nágrenninu hefur verið lokað og komnar rotþrær við öll húsin á eyrinni.
Sólarströnd á Ströndum – ljósm. Sveinn Karlsson