Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks hefur auglýst nýtt starf á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks laust til umsóknar og er frestur til að sækja um til 13. janúar. Um er að ræða 100% starf og getur viðkomandi búið og starfað hvar sem er á Vestfjörðum. Verkefnastjórinn hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd nýs þjónustusamnings um málefni fatlaðra og ber ábyrgð á því gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn Byggðasamlagsins að honum sé framfylgt. Verkefnastjóri stýrir vinnu verkefnahóps félagsþjónustusvæða sveitarfélaga er standa að BSV, en vinnur ekki sjálfur á vettvangi með notendum þjónustunnar.
Helstu verkefni eru:
•Vinna að stefnumótun og framþróun málaflokksins fyrir starfssvæðið
•Setja og fylgja eftir gæða-og þjónustumarkmiðum þannig að
skjólstæðingar fái þá þjónustu sem nauðsynleg er til að efla sjálfstæði
þeirra og færni.
•Vinna að gerð fjárhags-, rekstraráætlana og skýrslugerð vegna starfseminnar.
•Hafa eftirlit með því að fjárhagslegar skuldbindingar séu samkvæmt
ákvæðum þjónustusamnings og stofnanir sem veita fötluðu fólki þjónustu
starfi innan ramma laga og fjárveitinga á hverjum tíma.
Menntun og hæfniskröfur:
•Krafist er háskólaprófs sem nýtist í starfi auk reynslu á vettvangi
félagsþjónustu og þekkingar og áhuga á málefnum fatlaðs fólks.
•Leitað er
að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði,
sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og
forystu- og skipulagshæfileika.
•Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti
og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði.
•Góð tölvuþekking er
nauðsynleg, þ.m.t. excel, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.
Staðsetning, upphaf starfs og starfskjör
Staðsetning starfstöðvar er á Vestfjörðum og miðað er við að viðkomandi
geti hafið störf hið allra fyrsta, þó eigi síðar en í lok janúar 2011.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsjón með ráðningu
Díana Jóhannsdóttir –diana@tf.is
Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri BSV, adalsteinn@fjordungssamband.is – sími 450 3001.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er settur til og með 13. janúar 2011. Umsóknir sendist á uppgefin netföng.