Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum í verkefninu Átak til atvinnusköpunar og er frestur til að sækja um til 17. febrúar. Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Markmið verkefnisins eru að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og hins vegar að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum. Hámarksstyrkur er 50% af kostnaðaráætlun, en undir þessum tengli má fræðast meira um sjóðinn.