22/12/2024

Auglýst eftir menningarfulltrúa Vestfjarða á Hólmavík

starfmenningarfulltruaFjórðungssamband Vestfirðinga hefur auglýst laust til umsóknar starf menningarfulltrúa Vestfjarða með aðsetur á Hólmavík. Um er að ræða fullt starf við stefnumótun, ráðgjöf og þróunarverkefni á sviði menningarstarfs og lista á Vestfjörðum, auk verkefna tengdum Sóknaráætlun Vestfjarða, starfsemi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða og tilfallandi verkefna á starfssviði Fjórðungssambands. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið og kröfur til umsækjenda má finna í meðfylgjandi auglýsingu.