22/12/2024

Auglýst eftir framkvæmdastjóra Hamingjudaga

Hamingju-Hrólfur, hliðvörður í SævangiMenningarmálanefnd Strandabyggðar hefur nú auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík sem verður haldin í þriðja sinn næstkomandi sumar. Hátíðin verður dagana 29. júní til 1. júlí og verður að venju mikið um dýrðir. Þótt dagskráin sé lítið mótuð enn, má búast við að samkeppni verði um Hamingjulag og heyrst hefur af áformum Menningarmálanefndar um að Strandakjöt og rækjur setji svip á hátíðahöldin að þessu sinni. Umsóknum um framkvæmdastjórastarfið skal skila til skrifstofu Strandabyggðar fyrir 12. apríl, en Arnar S. Jónsson formaður Menningarmálanefndar gefur nánari upplýsingar.