30/10/2024

Auglýst eftir framkvæmdastjóra

Menningarmála-nefnd Hólmavíkurhrepps auglýsir eftir framkvæmdastjóra Hamingjudaga á Hólmavík sem eru áætlaðir dagana 30. júní – 2. júlí n.k. Í fréttatilkynningu kemur fram að áætlaður starfstími verður samkvæmt samkomulagi, en undirbúningur þarf að hefjast fljótlega. Umsóknarfrestur er til kl. 15.00, föstudaginn 20. janúar n.k og skal umsóknum skilað á skrifstofu Hólmavíkurhrepps. Þar fást einnig allar nánari upplýsingar í síma 451-3510 og hjá formanni nefndarinnar í síma 451-3262.