22/12/2024

Atvinnuleysi eykst á Ströndum og Vestfjörðum

Atvinnuleysi hefur aukist á Vestfjörðum síðustu vikur og voru samtals 166 einstaklingar á Vestfjörðum á atvinnuleysisskrá þann 5. febrúar síðastliðinn, 92 karlar og 74 konur. Flestir þeirra sem voru þá að leita að vinnu eru búsettir í Ísafjarðarbæ eða 77 alls, en 16 af skráðum atvinnuleitendum búa á Ströndum og 5 í Reykhólahreppi.