22/12/2024

Atvinna í boði fyrir heimilishjálp

Hólmavíkurhreppur hefur auglýst eftir starfsmanni í afleysingar við heimilishjálp frá og með 2. janúar 2006. Reiknað er með um 30-40% starfshlutfalli og starfsmaðurinn þarf að hafa bifreið til umráða. Laun verða greidd samkvæmt kjarasamningi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (FosVest) og eru nánari upplýsingar um launakjör gefnar á skrifstofu hreppsins í síma 451-3510. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 á morgun, föstudaginn 30. desember.