Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur óskar eftir verkefnastjóra til starfa í 50% stöðu. Er honum ætlað að vinna að byggðaþróunarverkefnum. Leitað er að einstaklingi með framhaldsmenntun á sviði samfélagsfræða eða á sviði rekstrar og stjórnunar. Jafnframt er þekking og reynsla af störfum innan stjórnkerfis ríkis og sveitarfélaga æskileg, auk margra annarra góðra kosta sem þurfa að prýða umsækjendur. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvest, en umsóknarfrestur er til 30. október.