22/11/2024

Atkvæðagreiðsla um Icesave utan kjörfundar hafin

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samninginn hófst í dag, miðvikudaginn 16. mars, bæði innan lands og utan. Kjósanda sem ekki getur kosið á kjördag þann 9. apríl, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi til kjördags. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um land allt. Þar fást einnig nánari upplýsingu um atkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum og stofnunum.