Grásleppuvertíðin er hafin á Ströndum en nokkrir bátar frá Drangsnesi hafa lagt grásleppunet. Grásleppusjómenn á Hólmavík hafa ekki enn lagt netin, en þeir eru uggandi um að fá seint og lítið borgað fyrir afurðirnar, þar sem það lítur illa út með sölu á grásleppuhrognum en kaupendur liggja með talsverðar birgðir frá síðustu vertíð.
Óhætt er því að segja að hálfgert ástand sé á útgerðinni um þessar mundir, en verð á þorski hefur verið í algjöru lágmarki undanfarið og varla að það svari kostnaði að sækja hann.