30/10/2024

Árshátíð hjá starfsfólki Hólmavíkurhrepps

Árshátíð starfsfólks Hólmavíkurhrepps verður haldin í kvöld á Café Riis og hefst með veisluhlaðborði. Skemmtinefnd starfsmannanna mun sjá til þess að árshátíðargestirnir nærist líka nægilega á gamanmálum þegar líða fer á kvöldið, áður en opinn dansleikur með Skógarpúkunum úr Reykhólasveit hefst, sem er opinn fyrir alla. Annað kvöld verða síðan tónleikar með tónlistarmanninum knáa Sigga Björns á Café Riis, en veitingastaðurinn verður einnig með opið fyrir pizzur frá kl. 18:00 – 20:00 á morgun.