23/12/2024

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa um helgina

Frá DjúpavíkÁrshátíð Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldin laugardaginn 3. mars í Kíwanissalnum Engjateigi 11. Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk og borðhald hefst 19.30. Á boðstólum verður stórsteikarhlaðborð með öllu tilheyrandi og í eftirrétt er óperusúkkulaðikaka með ís. Óperudívurnar skemmta matargestum og þriggja manna hljómsveit hússins leikur fyrir dansi á eftir.

Forsala miða verður laugardaginn 24. febrúar milli kl. 14.00 og 16.00 í Kíwanissalnum. Miðaverð í mat og dansleik er 5.500.- en miðaverð á dansleik eingöngu er 2.000.- Allar nánari upplýsingar er að fá hjá Sigríði Höllu Lýðsdóttur í síma 555-4997 og 864-3785 og hjá Kristmundi Kristmundssyni í síma 565-0709 og 898-2441.