22/12/2024

Arnkötludalur opnaður fyrir umferð

300-halkaNýi vegurinn um Arnkötludal hefur nú verið opnaður fyrir umferð og eru hálkublettir á veginum samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is vill áminna vegfarendur um að fara að öllu með gát, enda þekkja menn ekki aðstæður á veginum. Hálkublettir eru einnig á Ennishálsi og mikil hálka var á Holtavörðuheiði fyrr í dag. Höfðu orðið árekstrar þar og bílveltur. Þæfingur er á leiðinni norður í Árneshrepp úr Bjarnarfirði.