22/12/2024

Arnkötludalur ekki tilbúinn fyrr en næsta sumar

300-arnkotludalur-ag08-2Á fréttavefnum Skutull.is er haft eftir Guðmundi Rafni Kristjánssyni yfirmanni nýframkvæmda hjá Vegagerðinni á Ísafirði að vegurinn um Arnkötludal verði ekki tilbúinn til aksturs fyrr en næsta sumar og þá verði vegurinn klæddur. Því megi búast við að hann verði fullgerður haustið 2009. Í fréttinni segir: „“Það var bara bjartsýni að halda að það gæti gengið upp“ segir Guðmundur Rafn Kristjánsson … Guðmundur segir þó að ekki sé við verktakana að sakast þar sem ástæða tafanna sé fyrst og fremst grófleiki undirlagsins og kostnaður við að hleypa á umferð með tilheyrandi merkingum. Hann segir að sá kostnaður myndi nema milljónum.“

 Áfram heldur fréttin á Skutull.is:

„Guðmundur Rafn var spurður hvers vegna menn hafi verið svo bjartsýnir að tala um að hægt yrði að aka veginn nú þegar á þessu hausti.  „Ég veit ekki hvaðan þessi bjartsýni kom, enda var ég ekki staddur á landinu þegar sú umræða var í gangi,“ svarar hann. Hann segir erfitt að meta stöðu framkvæmda í augnablikinu. Ekki sé unnið nákvæmlega eftir áætlun og hlutirnir gangi mishratt eftir því hvar menn séu staddir í verkinu hverju sinni.“

  580-arnkotludalur-ag08-1

Vegstæðið komið í ljós neðarlega í Arnkötludal – ljósm. Jón Jónsson