Eftir sameiningarhrinu í vor þar sem fjölmörg sveitarfélög á landinu sameinuðust eru samtals 79 sveitarfélög á Íslandi. Þar af eru fjögur sveitarfélög á Ströndum og þrjú af þeim eru í hópi átta fámennustu sveitarfélaga landsins, sé miðað við nýlegar tölur frá Hagstofu Íslands þann 1. október 2006. Kaldranananeshreppur er númer 72 hvað varðar fjölda íbúa, Bæjarhreppur númer 73 og Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins.
Átta fámennustu sveitarfélög landsins eru samkvæmt Hagstofunni þann 1. okt. 2006:
Hreppur – fjöldi íbúa
Kaldrananeshreppur |
102 |
Bæjarhreppur |
101 |
Grímseyjarhreppur |
98 |
Skagabyggð |
96 |
Tjörneshreppur |
61 |
Helgafellssveit |
58 |
Skorradalshreppur |
57 |
Árneshreppur |
50 |