30/10/2024

Áramótaljósin

Strandamenn kvöddu að venju gamla árið og heilsuðu því nýja með mikilli ljósadýrð, bæði brennum og flugeldum. Ómögulegt er að festa þá litadýrð og upplifun á mynd, en smá sýnishorn af ljósum og jarðeldum fylgir hér með. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar öllum lesendum sínum og öllum Strandamönnum nær og fjær gleðilegs árs og þakkar kærlega fyrir það sem nú er liðið. Vonandi fylgir nýju ári heill og hamingja fyrir alla Strandamenn og héraðið sjálft.

Á gamlárskvöldi – Ljósm. Jón Jónsson.