22/12/2024

Áramótabrennur á Ströndum

Söfnun í brennu 2006 á Skeljavíkurgrundum - ljóms. JJEins og venjulega verða áramótabrennur á gamlársdag á Ströndum og að þessu sinni eru brennur á Drangsnesi og Hólmavík. Báðar hefjast brennurnar kl. 18:00 á gamlársdag og er brennan á Hólmavík á Skeljavíkurgrundum og á Drangsnesi er hún á Mýrarholti. Fram kemur á bb.is að alls verða haldnar 12 áramótabrennur á Vestfjörðum að þessu sinni.